Chat with us, powered by LiveChat

Check availability

Gisting-Landnám-Dekur

Paratilboð

Frábært tilboð fyrir pör eða tvo vini í upplifun, dekur og gistingu í Borgarbyggð. 

Parapakki með gistingu á Borgarnes HI Hostel í 2 nætur fyrir tvo, sögusýning á Landnámssetrinu, hollustuhádegisverðarborð á Landnámssetrinu og aðgangur í Krauma, náttúrulaugar við Deildartunguhver.

Allt þetta á aðeins frá 12.900kr. á mann.  Hægt er að bæta þriðju nóttinni við fyrir aðeins 2.000kr. á mann.

Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk  leiðsagnar á íslensku.  Hollustuhádegið í Landnámssetrinu nýtur sífellt meiri vinsælda. Þar er á boðstólum gnægð kaldra grænmetisrétta og salöt, heit súpa og ilmandi nýbakað brauð. 

Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma – náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.  Einnig er boðið uppá hvíldarherbergi og gufuböð.  Tilvalinn staður til að slaka á úti í guðsgrænni náttúrunni.

Til viðbótar við þetta er hægt að gera ýmislegt sér til afþreyingar og skemmtunar á svæðinu eins og t.d.:

  • Sundferð í sundlaugina í Borgarnesi
  • Golf á Hamarsvelli
  • Heimsókn í Ljómalind – bændamarkað
  • Ganga á Grábrók og/eða Hafnarfjallið
  • Heimsækja Glanna og Paradísarlaut - algjör náattúruparadís
  • Skoða Víðgemli, stærsta hraunhelli í heimi
  • Kíkja í íshellinn á Langjökli
  • Og svo margt margt fleira.

Nánari upplýsingar bókanir í síma 868-3332 eða á info@staywest.is

//]]>